FSu tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik næsta vetur þegar liðið lagði Val 67:63 í oddaleik liðanna á Selfossi um að fylgja Breiðabliki upp í úrvalsdeildina.
Mikil spenna var í lokin, staðan 64:61 þegar 36 sekúndur voru eftir en Valsmenn hittu ekki úr vítaskoti. Það gerðu hins vegar leikmenn FSu sem fóru tvisvar á vítalínuna það sem eftir var leiks og hittu úr öllum fjórum skotunum.