Humarvertíðin er hafin og lofar byrjunin mjög góðu.

Fyrstu bátarnir héldu út strax eftir páska og hefur aflinn verið afbragðsgóður suðaustanlands, nánar tiltekið í Hornafjarðardýpi.

Enn sem komið er hafa aðeins fjórir bátar hafið veiðar, allir frá Þorlákshöfn.