Nú fyrir skömmu var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út vegna bruna í trillu sem lá við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Eldurinn kom upp í Blíðu VE, sjö tonna plastbáti. Tveir voru um borð í trillunni en þeir komust í land og varð ekki meint af. Georg Eiður Arnarson, eigandi trillunnar segir tjónið við fyrstu skoðun ekki mikið.