Það mun skýrast á æfingu Portsmouth-liðsins í dag hvort Hermann Hreiðarsson geti verið með liðinu á morgun þegar það etur kappi við WBA í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar en leikurinn fer fram á Wembley. Hermann meiddist í leik Portsmouth og Wigan um síðustu helgi en hann fékk skurð fyrir ofan hásin og var saumaður fjórum sporum.