Í tilefni af 50 ára afmæli Leikfélags Selfoss verður opið hús í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi sunnudaginn 6 apríl kl.14-17.

Þar gefst kjörið tækifæri til að skoða leikhúsið í hólf og gólf og kynna sér starfsemina.

Gamlir munir og myndir frá fyrstu dögum félagsins til dagsins í dag verða til sýnis.

Boðið verður upp á kaffi og vöfflur.

Allir eru velkomnir.