Meistaraflokkslið ÍBV lék sinn þriðja leik á sex dögum í gær. Leikurinn var gegn sænsku liði í þriðju efstu deild, Assyria. Leikmenn ÍBV léku fyrri hálfleikin stórvel og voru 2-0 yfir í hálfleik. Pétur Runólfsson skoraði fyrsta markið en það seinna var sjálfsmark. Þeir sænsku voru mun sterkari í síðari hálfleik og komust yfir 3-2 áður en Atli Heimisson jafnaði 3-3 í lok leiksins. Mikill hiti var í Tyrklandi í dag 25 stiga hiti og logn.