Nokkur tímamót urðu í sögu Sparisjóðs Vestmannaeyja á aðalfundi hans í gærkvöldi, en þá var samþykkt að á næsta aðalfundi, árið 2009 tilnefni Bæjarstjórn Vestmannaeyja ekki fulltrúa í stjórn sjóðsins, eins og verið hefur frá upphafi. Þá voru í fyrsta sinn boðnir fram listar til stjórnarkjörs, A og B listi. Áður voru allir stofnfjáreigendur í kjöri.