Leikmenn ÍBV í meistaraflokki karla léku sinn fjórða æfingaleik á átta dögum í Tyrklandi í gær. Mótherjarnir voru Víkingar frá Ólafsvík. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli. Víkingar komust í 2-0 en Eyjamenn jöfnuðu í síðari hálfleik. Mörkin skoruðu Egill Jóhannsson og Ingi Rafn Ingibergsson. Síðasta æfing liðsins var svo kl 09:00 í morgun og liðið mun fljúga heim í kvöld.