Jarðvegsvinna vegna byggingar vatnsútflutningsverksmiðju í Vestmannaeyjum hófst í gærmorgun. Í fyrsta áfanga verður byggt 500 fermetra hús en síðar er gert ráð fyrir 2000 fermetra viðbyggingu. Verður mest allt efni í húsið flutt inn í einingum og sett saman á staðnum. Er gert ráð fyrir að allt efni í húsið verði komið til Eyja í júní og að starfsemi í verksmiðjunni hefjist í júlí.