Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var kosinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi samtakanna síðastliðinn fimmtudag.

Jón Karl Ólafsson, sem hafði gegnt formennsku síðastliðin 5 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Árni hefur starfað í ferðaþjónustu í fjölmörg ár og var á síðasta ári formaður flugnefndar SAF.

Ferðamálastofa býður nýjan formann SAF velkomin og þakkar Jóni Karli fyrir samstarfið.