Banaslys varð á Eyrarbakkavegi skammt frá Selfossi á tólfta tímanum í morgun. Slysið varð með þeim hætti að jeppling var ekið af Kaldaðarnesvegi inn á Eyrarbakkaveg í veg fyrir vörubifreið sem ekið var til suðurs.

Ökumaður jepplingsins var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir að lífgunartilraunir höfðu ekki borið árangur. Þyrla var ræst út en afturkölluð.