Stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurlands hefur gengið frá ráðningu Sædísar Ívu Elíasdóttur sem framkvæmdastjóra hjá félaginu frá og með 7. apríl sl. Sædís Íva er fædd í Reykjavík 1967. Hún er rekstrarfræðingur frá Bifröst og viðskiptafræðingur MBA frá Háskóla Íslands.