Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður til margra ára, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Sivjar Friðleifsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins.

Samúel er fyrsti varamaður flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Samúel Örn Erlingsson er fæddur á Uxahrygg á Rangárvöllum 12.nóvember 1959, annar í röð fimm systkina og ólst upp á Hellu á Rangárvöllum.