Hamarsmenn hafa tapað báðum leikjum sínum í riðli 2 í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Hamar mætti BÍ/Bolungarvík um síðustu helgi og tapaði 1-2.
Vestfirðingar komust yfir í leiknum en Sigurður Gísli Guðjónsson jafnaði leikinn fyrir Hamar og var staðan jöfn í hálfleik.