Hópur Vestmannaeyinga, undir forystu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns hefur skipulagt undirskriftasöfnun á slóðinni http://www.strondumekki.is. Með þessu vill hópurinn mótmæla byggingu ferjulægis í Bakkafjöru og hvetja yfirvöld til að leysa þann vanda sem samgöngur milli lands og Eyja eru í með því að byggja hraðskreiða ferju sem gengi á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.