Næstkomandi sunnudag, 13. apríl, heldur sönghópurinn Hljómeyki tónleika í Sólheimakirkju. Yfirskrift tónleikanna er Vorkvæði um Ísland. Flutt verða kórverk tengd vorinu og náttúrunni en einnig verk tileinkuð Maríu mey. Meðal tónskálda má nefna Jón Nordal, Hildigunni Rúnarsdóttur (kórmeðlim), Báru Grímsdóttur, Rachmaninoff, Poulenc og fleiri.