Samkeppniseftirlitið hefur nú beint þeim tilmælum til samgönguráðherra að beita sér fyrir því að gæta jafnræðis milli flugfélaga við veitingu ríkisstyrkja. Þetta kemur fram í áliti eftirlitsins vegna ríkisstyrks til Flugfélag Íslands á flugleiðinni Vestmanna­eyjar-Reykjavík en FV taldi brotið á sér við veitingu styrksins. Þannig var ekki rætt við FV þegar kom að því að velja flugfélög til að sinna flugleiðinni árið 2006 en rætt var við þrjú flugfélög. Að mati FV hefur ríkisstyrkur til Flug­félags Íslands valdið FV tjóni. Úrskurð samkeppniseftirlits má lesa hér að neðan.