Ég er svolítið hugsi yfir hvernig mál standa, varðandi bættar samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Flestir held ég hafi skilning á því að Eyjamenn þurfa að fá bættar samgöngur. Á síðustu árum hefur róðurinn oft á tíðum verið erfiður í Eyjum og íbúum hefur fækkað. Til að snúa þróuninni við er er ein meginforsendan að það takist að bæta samgöngur.