Fyrsta héraðsmót sögunnar í 5. flokki karla í handknattleik fór fram í Iðu laugardaginn 5. apríl 2008. Selfoss og Dímon sendu samtals sex lið til leiks og auk þess kepptu ÍR-ingar sem gestir með tvö lið.
Liðunum átta var skipt í tvo riðla og var keppt um sæti að lokinni riðlakeppni. Selfoss A endaði sem HSK-meistari eftir góðan 12-5 sigur á ÍR A. Mótið fór mjög vel fram og skemmtu strákarnir sér hið besta.