Húsgögn Flóaskóla voru nýlega endurnýjuð og voru gömlu húsgögnin send til Afríku þar sem þau verða notuð í barnaskóla. Hugmyndin kom frá Guðmundi Jóni Sigurðssyni, umsjónarmanni fasteigna í Flóahreppi en Rauði krossinn sótti húsgögnin fyrr í vikunni.