Árshátíð LK var þetta árið haldin á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 5. apríl sl.

Að þessu sinni voru gestir árshátíðarinnar um 240 talsins og fór hún afar vel fram, að vanda. Á árshátíðinni var nokkrum einstaklingum veitt viðurkenning LK árið 2008 og ástæður viðurkenningana tilgreindar í greinargerðum.

Viðurkenningu hlutu m.a. hjónin Páll Lýðsson og Elínborg Guðmundsdóttir í Litlu-Sandvík og var það ein af fjölmörgum viðurkenningum sem Páll Lýðsson hlaut fyrir störf sín.

Páll Lýðsson lést í hörmulegu bílslysi á Eyrarbakkavegi 8. apríl.

Eftirfarandi einstaklingar hlutu viðurkenningu LK 2008: