Rúmlega sextugur karlmaður, sem ók lítilli sendibifreið, lést í hörðum árekstri sem varð rétt fyrir klukkan átta í morgun á Suðurlandsvegi í Ölfusi á móts við Hvammsveg við Gljúfurárholt.

Áreksturinn varð með þeim hætti að pallbíll, sem var á leið vestur Suðurlandsveg fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á vinstra horni vörubíls, sem kom á móti. Pallbíllinn rann áfram með vinstri hlið vörubílsins og skall framan á sendibílnum sem ekið var á eftir vörubílnum.