Þeir félagar Andrew Mwesigva (Siggi) og Augustine N´sumba (Gústi) mættu til Eyja með skemmtisnekkjunni Herjólfi í gærkvöldi. Eftir langa bið og langt ferðalag eru þeir loks mættir með bros á vör. Upphaflega áætlunin var að þeir kæmu til Eyja í febrúar en tafir vegna vegabréfsáritunar olli því að þeir komust ekki fyrr en nú.