Humarveiðar eru byrjaðar og Gandí VE landaði sínum fyrsta túr í gær, miðvikudag.
Mokveiði er á Eldeyjarsvæðinu og Gandí kom inn með 1100 kíló eftir sólarhringsveiði. Að sögn Guðna Ingvars Guðnasonar, útgerðarstjóra, hófst humarvinnsla strax í frystihúsi Vinnslustöðvarinnar og humarinn sem veiddist var stór og í fínum gæðaflokki.