Velferðarmálanefnd Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Menningarráð Suðurlands efna til málþings í Versölum Ráðhúsi Ölfuss, Þorlákshöfn, um málefni innflytjenda á Suðurlandi í dag, föstudaginn 11. apríl nk. kl. 10.00 – 16.00. Á málþinginu verða flutt fjölmörg erindi og umræðuhópar munu starfa og skila áliti, sbr. meðfylgjandi dagskrá. Stofnanir verða með upplýsingatorg þar sem kynnt verður upplýsingaefni af ýmsu tagi. Í hádeginu verður boðið upp á mat sem á rætur að rekja til ýmissa heimshorna.