Þátttaka kvenna í stjórnmálum var meginefnið á ársþingi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar sem lauk í morgun á Hótel Örk í Hveragerði.

Þar töluðu framsögumenn um það hvernig konum getur fjölgað í stjórnmálum og í framboði fyrir Samfylkinguna, hvort prófkjör eru „rétta leiðin“ til að velja á lista, í hvaða mæli fléttulistar gagnast konum eða hvort það á að fara gömlu uppstillingarleiðina.