Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur ráðið Árna Rúnar Þorvaldsson forseta bæjarstjórnar á Höfn sem aðstoðarmann sinn.

Hér er um þriðjungsstarfshlutfall að ræða með aðsetur úti í kjördæminu þannig að hér er ekki um neina búferlaflutninga að ræða segir Árni Rúnar, þetta er í samræmi við lög sem nýlega voru samþykkt á Alþingi um að landsbyggðarþingmenn fengju aðstoðarmenn í sínu umdæmi.