Í vikunni voru 27 teknir fyrir að aka of hratt í umdæminu Hvolsvöllur, en sá sem hraðast ók var á 139 km hraða. Sjö óku á yfir 120 km hraða þar sem 90 km hraði er leyfður. Frá áramótum hafa 340 verið teknir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Þar af óku 53 á yfir 120 km hraða. Sá sem hraðast ók var á 171 km hraða.