Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir ölvun við akstur.

Einn þeirra ók bifhjóli en tilkynnt var um hann þar sem bifhjól hans hafði farið á hliðina skammt vestan við Hellu. Manninum tókst að koma hjólinu á réttan kjöl og hélt hann áfram þar til lögregla kom að honum þar sem hann sat á hjólinu kyrrstæður við Hveragerði.