Nýr fíkniefnahundur, Luna tók til starfa hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum á dögunum. Það er Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum sem gefur hundinn og var hann formlega afhentur sýslumanni á fundi klúbbsins. Tíkin Luna er af gerðinni enskur Springer Spaniel og er innflutt frá Bretlandi. Luna er annar fíkniefnahundurinn sem lögreglan í Vestmannaeyjum hefur innan sinna raða en gríðarlegur árangur náðist í baráttunni við eiturlyf með fyrsta fíkniefnahundinum.