Knattspyrnudeild Selfoss mun halda knattspyrnumótið Meistaradeild Olís í fjórða skipti í sumar og er mótið alltaf að verða flottara.

Fer mótið fram helgina 8-10 ágúst á Selfossi og er ætlað fyrir stráka í 5. flokki. Aðeins verður tekið á móti 48 liðum eins og í fyrra og þar af leiðandi borgar sig að skrá sitt lið tímanlega, því eins og allir vita, vilja allir bestu fótboltamennirnir spila í meistaradeildinni.