Enn og aftur ríða á vaðið andstæðingar samgöngubóta í formi Landeyjahafnar með sömu rökin og endalaust er búið að hrekja í ræðu og riti. Ég hef fylgst með undirskriftasöfnun hóps sem er á móti þessari samgöngubót sem vill fá sem flesta til að skrifa nafn sitt á þennan lista. Á síðu þessa hóps má lesa að hugmynd um höfn í Bakkafjöru sé talin fráleit og algerlega óraunhæf af þeim sem þekkja til á svæðinu. Þar segir að líkur séu til að enn fleiri ferðir falli niður milli lands og Eyja en raunin er í dag og að auki muni gerð þessarar hafnar ekki stytta leiðina í höfuðstaðinn að neinu ráði.