Eyjamenn komust upp að hlið Aftureldingar á botni N1 deildarinnar í kvöld en liðin áttust við í Eyjum. Bæði lið eru þegar fallin og því í raun ekki að neinu að keppa en engu að síður var leikurinn bráðfjörugur. Eyjamenn virtust ætla að stinga af í fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 15:11. Gestirnir tóku hins vegar við sér svo um munaði í síðari hálfleik, komust m.a. tvívegis yfir en Eyjamenn höfðu heppnina með sér á lokasprettinum.