Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin annars vegar og Samskip hins vegar bjóða í smíði og rekstur skips sem ætlað er að sigla í Landeyjahöfn. Tilboðin verða opnuð í dag, fimmtu­dag, klukkan 11.00 í Þjóð­menn­ingarhúsinu. Skipið sem Vestmannaeyingar bjóða upp á er 69 metra langt, 16 metrar á breidd og hámarksdjúprista 3,3 metrar. Fjöldi bíla, ef einungis bílar eru fluttir, eru 52 á bílaþilfari og möguleiki að hafa auk þess 16 bíla á lyftu, alls 68 bílar.