Samkomulag hefur náðst á milli sveitarfélagsins Ölfuss og fyrirtækisins Greenstone ehf. um viljayfirlýsingu um uppbyggingu netþjónabús í sveitarfélaginu.
Viljayfirlýsingin verður undirrituð á morgun í Þorlákshöfn eftir því sem segir í tilkynningu frá bæjarstjóra Ölfuss. Að auki verður greint frá viljayfirlýsingu Greenstone og Landsvirkjunar um raforkukaup til búsins og undirrituð viljayfirlýsing Greenstone og Farice um gagnaflutninga.