Hveragerðisbær hefur hlotið styrk frá Ferðamálastofu að upphæð kr. 1 milljón til lagfæringar á aðgengi að hverasvæðinu í miðbænum.

Styrkurinn gerir bæjaryfirvöldum kleift að ráðast í endurbætur á svæðinu en nú er unnið að endurnýjun skilta, lagfæringu göngustíga og stefnt er að umfangsmikilli alhliða fegrun svæðisins í sumar.