Í kvöld, klukkan 20 verður opið málþing um lunda- og sandsílastofninn við Vestmannaeyjar. Málþingið er haldið í Akóges við Hilmisgötu en fyrirlesarar eru þrír, Valur Bogason, sem fjallar um ástand sílis 2006-2007 við Vestmannaeyjar, Freydís Vigfúsdóttir, sem fjallar um tengsl lundaveiði og hafstrauma og síðast en ekki síst Erpur Snær Hansen, sem fjallar um lýliðun lunda 2005-2007 og veiðiráðgjöf sumarið 2008.