Í gærkvöldi fór fram málþing um ástand lunda- og sandsílastofnsins í Akóges. Góð mæting var á málþingið en um 70 manns hlýddu á fyrirlestra og tóku þátt í pallborðsumræðunum. Eins og fram hefur komið leggur Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands fram veiðibann lundans í sumar og til vara að hver veiðimaður veiði einungis 100 lunda hver.