Fjórar stelpur frá IBV hafa verið við æfingar með U-18 ára landsliðinu í handbolta, nú hefur lokahópur verið valin fyrir Norðurlandamót sem haldið er í Danmörku 9-12 maí n.k. Elísa Viðarsdóttir og Dröfn Haraldsdóttir voru báðar valdar í lokahópinn, þess má geta að Heiða Ingólfsdóttir var einnig í þessum hóp en þar sem hún er að fara í aðgerð á hendi n.k. föstudag verður hún að taka sér leyfi frá handboltaiðkun næstu mánuði.