Það sem af er árinu 2008 hefur orðið mikil aukning í fæðingum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi miðað við árið 2007 sem var þó metár í fæðingum í lengri tíma en þá fæddust 177 börn.

Í janúar hafa fæðist 15 börn sem er 7% aukning frá síðasta ári. Í febrúar fæddust 15 börn en 8 á sama tíma í fyrra sem er nær 100% aukning, í mars fæddust 16 börn en 10 árið áður sem er 60% aukning.

Apríl lofar góðu því nú þegar eru fædd 16 börn.