Helgina 18.-20. apríl fór 5. flokkur kvenna á síðasta mót vetrarins. ÍBV fór með þrjú lið, eitt A-lið og tvö B-lið. A-liðið spilaði í 2. deild og gekk þeim mjög vel þar sem þær lentu í öðru sæti. Þær unnu alla leikina sína nokkuð sannfærandi en töpuðu svo einum. Þær voru oft að spila mjög vel og sýndu skemmtilega takta. Þetta lið hefur spilað lengi saman og hefur mjög sterka liðsheild. Þetta er mjög góður árangur hjá þeim og var endanlegur árangur hjá þeim í Íslandsmótinu einnig mjög góður þar sem þær lentu í 6. sæti.