Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands frá 1. apríl er íbúafjöldi í Flóahreppi 585 talsins, 309 karlar og 276 konur.

Elsti íbúinn er 97 ára og 4 eru á fyrsta ári. 42 íbúar eru á aldrinum 1 árs til 5 ára, 94 á aldrinum 6-16 ára, 47 á aldrinum 17 til 20 ára og 398 á aldrinum 21-98.

1. desember 2007 var íbúafjöldi 575 þannig að íbúum hefur fjölgað um tæp 2% á þremur mánuðum.