Í morgun var tilkynnt hver hlyti útnefninguna Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2008. Berglind Kristjánsdóttir, glerlistamaður varð fyrir valinu og fór afhendingin fram í sal Listaskóla Vestmannaeyja. Hljómsveitin The Foreign Monkeys hlaut útnefninguna fyrir árið 2007 og afhenti Gísli Stefánsson, Berglindi farandbikar auk þess sem Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs, afhenti Berglindi viðurkenningarskjal.