Tíðindamaður Sunnlenska fréttablaðsins sat í kvöldkaffi með nokkrum konum á Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka fyrir skömmu.

Þá komu enn einu sinni í ljós hin miklu menningarlegu verðmæti sem liggja í lífsreynslu og sýn eldri borgara og hvernig þau miðla slíku til hinna sem yngri eru, gefi þeir sér tíma til þessa að hlusta eftir slíku.

Dæmi um þetta er sumardagurinn fyrsti sem er í dag 24. apríl og var til umræðu þetta kvöld.