Stjórn Eyverja, félags ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, lýsir yfir mikilli ánægju með þriggja ára áætlun bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Stórskipahöfn, knattspyrnuhús, menningarhús, uppbygging á útisvæði sundlaugarinnar og efling háskólanáms og Þekkingar -og fræðaseturs eru allt framkvæmdir sem vekja gleðitilfinningar á meðal ungmenna og tákn um framfaraskref í rétta átt að sterkara byggðalagi.