Í þriggja ára áætlun Vest­mannaeyjabæjar er m.a. fjallað um íbúaþróun næstu ára. Í framsögu Elliða Vignis­sonar, bæjarstjóra kemur fram að gert re ráð fyrir að íbúum í Vestmanna­eyjum hætti að fækka árið 2008 og fjölgi um 1% á árunum 2009,2010 og 2011. Fækkun íbúa hefur verið nánast stöðug 1993 en fækkun árið 2007 er ein sú minnsta á þessu árabili.