Í kvöld, klukkan 20.00 munu þeir Grétar Mar Jónsson, þingmaður Suðurkjördæmis og Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður og formaður Frjálslynda flokksins, halda fund á Kaffi Kró. Fundarefnið er atvinnu-, samgöngu- og efnahagsmál. Þá verður rætt um Evrópursambandsaðild og hugsanleg áhrif á Vestmannaeyjar.

Á mánudag er svo komið að Framsóknarmönnum að funda í Eyjum.