Á sunnudagskvöldið stóð Þekk­ingarsetur Vestmannaeyja fyrir opnu málþingi um ástand lunda og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar. Þar kom m.a. fram að þrjá árganga vantar orðið í lundastofninn í Vest­mannaeyjum vegna lélegrar nýlið­unar árin 2005, 2006 og 2007. Lagt er til að vegna þessa verði veiði mjög takmörkuð í ár og jafnvel að algjört veðibann verði sett á. Þetta eru aðeins tillögur og þó ekki hafi allir fundarmenn verið sáttir við þessar hugmyndir er greinilegt að lunda­karlar taka niðurstöður vís­inda­manna mjög alvarlega og eru tilbúnir að fara í samstarf um að­gerðir til varnar lund­anum.