Deildin var vígð við formlega athöfn í dag 25. arpíl að viðstöddum Heilbrigðisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmönnunum Kjartani Ólafssyni og Guðna Ágústssyni, sveitarstjórnarmönnum, starfsfólki o.fl. Magnús Skúlason forstjóri HSu og Anna María Snorradóttir, hjúkrunarforstjóri lýstu þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er og Magnús sagði frá þeirri uppbyggingu sem á sér stað á vegum stofnunarinnar.
Hörpukórinn, kór aldraðra söng við athöfnina. Samkeppni um nafn fór fram meðal starfsfólks og hlaut hún nafnið Fossheimar en það var tillaga starfsstúlkna í eldhúsi HSu.