Tilboðsfrestur vegna útboðs á jarð­vegsframkvæmdum vegna fyrirhug­aðs knattspyrnuhúss rennur út 29. apríl. Ólafur Snorrason, fram­kvæmda­stjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, sagði að hátt í tuttugu útboðsgögn hefðu verið send út og greinilegur áhugi fyrir verkinu enda um stórt verk að ræða. Tilboð verða opnuð sama dag og útboðsfrestur rennur út. Samkvæmt þriggja ára áætlun bæjarins fara 280 milljónir í knatt­spyrnuhús þ.e. 140 milljónir árið 2008 og 140 milljónir 2009.